Hanak Jig Superb RS H460 BL er endurbætt útgáfa af H450 BL og stendur efst í flokkum jig-króka hjá Hanak. Krókurinn er hannaður af margföldum heimsmeistara, Lubo Roza, og er í dag notaður af tékkneska landsliðinu í keppnisveiði, sem segir mikið um virkni og áreiðanleika hönnunarinnar.
Krókurinn er sérstaklega lagaður að notkun með stærri slotted tungsten kúluhausum (kúluhausum með rauf), þar sem staðsetning augans, hlutföll og lögun tryggja rétta legu flugunnar og hámarks krókun. Extra víður bugur gefur frábæra festu við töku, á meðan nálarbeittur oddur fer hreint í munn fisksins.
H460 BL er agnhaldslaus og auðveldar því losun fisks án þess að skerða hald í baráttunni. Svarta nickel-áferðin er slitsterk og dregur úr glampa í vatni. Þetta er fullkominn jig-krókur fyrir metnaðarfulla veiðimenn sem gera kröfur um það besta í andstreymisveiðinni.
- Gerð: Jig-púpukrókur
- Vír: Miðlungssterkur
- Oddur: Langur, efnaskerpandi og sérlega beittur
- Bugur: Extra víður
- Auga: 60° beygja (jig)
- Hald: Agnhaldslaus
- Efni: Hi-Carbon stál
- Áferð: Black Nickel
- Fjöldi í pakka: 25 stk
Veniard Silver Pheasant Body Feathers
Veniard Peacock Eye Top Natural
Krinkle Mirror Flash 