Hanak Jig Eagle H430 BL er jig-krókur sem sameinar klassíska lögun við eiginleika sem henta kröfuhörðum veiðimönnum. Krókurinn er með staðlaðan legg og miðlungsþykkan vír sem veitir gott jafnvægi milli styrks og næmni.
Víður bugur tryggir góða festu við töku, á meðan extra langur og afar beittur oddur fer hreint í munn fisksins og heldur vel í baráttunni, án þess að torvelda losun. Krókurinn er agnhaldslaus, líkt og flestir Hanak-krókar.
Augað er beygt um 60 gráður og er króknum því ætlað að vera notaður með slotted tungsten kúluhausum (kúluhausum með rauf). Slík samsetning lætur fluguna veiða „á hvolfi“, sem dregur úr botnfestu og gerir mögulegt að veiða mjög nærri botni án endalausra festa.
- Gerð: Jig-púpukrókur
- Vír: Miðlungsþykkur
- Oddur: Extra langur, sérlega beittur
- Bugur: Víður
- Leggur: Staðlaður
- Auga: 60° beygja (jig)
- Hald: Agnhaldslaus
- Efni: Hi-Carbon stál
- Áferð: Black Nickel
- Fjöldi í pakka: 25 stk
