Hanak Heavy Buzzer H310 BL er hannaður fyrir púpuhnýtingar þar sem þyngd og styrkur skipta höfuðmáli. Krókurinn er smíðaður úr sterku Hi-Carbon stáli og hefur meiri eigin þyngd en hefðbundnir púpukrókar, sem gerir honum kleift að ná dýpi án þess að nota kúluhausa eða aðra viðbótarþyngd. Þetta gerir hann einstaklega hentugan í epoxy-buzzera og aðrar samskonar púpur.
Krókurinn er með djúpt sveigðan og víðan bug sem gefur góða festu við töku. Langur, beinn og afar beittur oddur tryggir áreiðanlega krókun. H310 BL er agnhaldslaus, sem auðveldar losun fisks án þess að skerða hald í baráttunni.
Auk buzzera hentar krókurinn vel í ýmsar aðrar hnýtingar, s.s. í caddis og jafnvel Czech-púpur. Vegna styrksins nýtist hann vel í veiðar þar sem fiskur er kraftmikill og hefur góðan straum til að láta veiðimanninn hafa fyrir sér. Svarta nickel-áferðin er slitsterk og lítt áberandi í vatni.
Gerð: Þungur púpukrókur (Heavy Buzzer)
Vír: Sterkur
Oddur: Langur, sérlega beittur og beinn
Bugur: Djúpt sveigður og víður
Hald: Agnhaldslaus
Efni: Hi-Carbon stál
Áferð: Black Nickel
Fjöldi í pakka: 25 stk
