Hanak Dry Fly H130 BL er krókur sem hefur sannað sig vel og er mun meira en hefðbundinn þurrflugukrókur. Hann er smíðaður úr fíngerðu Hi-Carbon stáli og hentar sérstaklega vel í léttar flugur þar sem mikilvægt er að lágmarka þyngd og tryggja eðlilega framsetningu á yfirborði.
Víður bugur eykur líkur á að fiskur festi sig vel, á meðan langur og afar beittur oddur, sem sveigir lítillega upp, tryggir öruggt hald á fiski eftir töku. Krókurinn er agnhaldslaus og með auga sem hallar inn á við.
Svarta nickel-áferðin er slitsterk og lítt áberandi í vatni, sem gerir H130 BL að frábæru vali í krefjandi veiðiskilyrðum og þegar kastað er fyrir styggan fisk. Þetta er krókur sem hentar í allar algengar þurrflugur og fjölmargar votflugur þar sem nákvæmni og léttleiki skipta máli.
- Gerð: Þurrflugu- og votflugukrókur
- Vír: Fíngerður
- Oddur: Langur og sérlega beittur, sveigir upp
- Bugur: Víður
- Hald: Agnhaldslaus
- Auga: Hallar inn á við
- Efni: Hi-Carbon stál
- Áferð: Black Nickel
- Fjöldi í pakka: 25 stk
