Hanak Barbed Stinger Heavy Wire H65 XH er öflugur og sérhæfður krókur sem er hannaður sem stinger eða trailer á stórar straumflugur. Krókurinn er með stuttan legg og 45 gráðu uppsveigðu auga (up eye), sem gerir hann sérstaklega hentugan til að festa aftan við aðalkrók, til dæmis með vír.
Upplögun augans tryggir að stinger-krókurinn liggi beint og eðlilega aftan við fluguna, sem eykur krókunarhæfni verulega, sérstaklega á stórum straumflugum þar sem fiskur tekur oft aftarlega. Krókurinn er úr extra sterku Hi-Carbon stáli og með afar beittum oddi sem fer hreint í munn fisksins.
H65 XH er með agnhaldi, sem veitir aukið öryggi í baráttunni við stóran og kröftugan fisk. Svarta nickel-áferðin er slitsterk og lítt áberandi. Þetta er traustur og áreiðanlegur stinger-krókur fyrir hnýtara sem hnýta stórar straumflugur, leech og aðra intrudera.
- Gerð: Stinger / assist-krókur (Heavy Wire)
- Vír: Extra sterkur
- Oddur: Sérlega beittur
- Leggur: Stuttur
- Auga: 45° uppbeygt (Up Eye)
- Hald: Með agnhaldi
- Efni: Hi-Carbon stál
- Áferð: Black Nickel
- Fjöldi í pakka: 15 stk
Fine Point Hnýtingaskæri 