Hanak Barbed Jig Heavy Wire H45 XH er sérlega sterkur jig-krókur sem er ætlaður til hnýtinga á flugum fyrir stóra og kraftmikla fiska. Krókurinn er úr 2x sterku Hi-Carbon stáli og hentar því vel í veiði á stórum urriða.
Krókurinn er með víðan bug sem tryggir framúrskarandi krókun, stuttan legg sem hentar vel í jig-púpur og langan, grannan og afar beittan odd sem fer hreint í munn fisksins. H45 XH er með agnhaldi, sem veitir aukið hald í baráttunni, en auðvelt er að klemma það niður ef óskað er eftir agnhaldslausri flugu.
Augað er beygt um 60 gráður og króknum er ætlað að vera notaður með slotted tungsten kúluhausum (kúluhausum með rauf). Slík samsetning lætur fluguna synda „á hvolfi“, dregur úr botnfestu og gerir veiðar nær botni bæði skilvirkari og árangursríkari.
- Gerð: Jig-púpukrókur (Heavy Wire, Barbed)
- Vír: Extra sterkur (2x strong)
- Oddur: Langur og sérlega beittur
- Bugur: Víður
- Leggur: Styttur
- Auga: 60° beygja (jig)
- Hald: Með agnhaldi
- Efni: Hi-Carbon stál
- Áferð: Black Nickel
- Fjöldi í pakka: 25 stk
Loop ZX Einhendupakki 10' #8
Echo Lift Einhendupakki 9' #8
Loop Z1 Einhendupakki 9' #4 