Guideline Fario Click 4/5

> Bremsulaust Click-hjól frá Guideline
> Fyrir nettar stangir í línuþyngdum #4-5
> Tilvalið með Euro Nymphing stöngum.
> Vegur aðeins 93 gr.

45.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Fario Click er flott silungsveiðihjól frá Guideline sem er án eiginlegrar bremsu og er í flokki hjóla með svonefndan click-drag búnað. Hjólið er afskaplega létt, með mjúku viðnámi og lokuðum ramma (e. Full Frame) til að koma í veg fyrir að línan festist á milli hjólsins og spólunnar. Fario Click hefur góðan kost umfram önnur sambærileg hjól. Í stað þess að hafa aðeins eina stillingu er unnt að fínstilla viðnámið sem hjólið veitir. Hin óeiginlega bremsa verkar því á þremur mismunandi stigum með einskonar smellukerfi, því sem Guideline kallar adjustable dual-pin clicker system. Bremsupinnar hjólsins hafa mismunandi þvermál og því er minna átak þegar línunni er spólað inn, heldur en þegar fiskur rífur línuna út af hjólinu. Í raun og veru er engin bremsa í click-fluguhjólum. Pinnakerfið snýst frekar um að koma í veg fyrir að línan yfirspólist á hjólinu heldur en að stöðva stóran fisk. Engu að síður eru hjólin frábær kostur fyrir léttari veiði og passa t.d. LPX Tactical og LPX Nymph stöngunum fullkomlega.


Fario Click
fluguhjólin eru fáanleg í tveimur gerðum, fyrir línuþyngdir 2/3 og 4/5. Í samanburði við stærri hjólin, Fario LW, eru Click-hjólin mun léttari og með breiðkjarna spólu sem einnig er töluvert grennri. Yfirborð hjólanna er rafhúðað í dökkum lit með fíngerðum grænum tón sem sést í vissri birtu. Hjólunum fylgir hlífðarpoki úr nælonefni sem einnig má nota þegar hjólið er fest á flugustöng. Auka bremsupinni og sexkantur til að stilla átak hjólsins fylgir einnig. Hjólin henta þeim sem vilja ofurléttan búnað og eru tilvalin í Euro Nymphing, á nettari veiðisvæði þar sem ekki er þörf á langri undirlínu.

  • Hjólið er að fullu rennt.
  • Rafhúðað yfirborð fyrir langa endingu og hátt tæringarþol.
  • Smellukerfi með stillanlegu viðnámi og léttum inndrætti.
  • Dökkt að lit með grænum tón og silfruðu merki Guideline.
  • Auðvelt að breyta inndrætti.
  • Auka bremsupinni fylgir.
  • Hjólið kemur í hlífðarpoka úr nælonefni.
  • Aukaspólur fáanlegar.