Guideline Experience Chest Pack – Brjóstpoki

Léttur og fjölhæfur brjóstpoki með snjöllu innra skipulagi og fjölmörgum festingum. Passar á vöðlur, bakpoka, vesti og má bera um hálsinn. Gerður úr endurunnu efni með umhverfisvottaðri vatnsvörn – frábær kostur fyrir veiðimenn sem vilja hafa allt við höndina.

12.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Guideline Experience Chest Pack – Brjóstpoki

Experience Chest Pack frá Guideline er snjall og fjölhæfur poki, hannaður fyrir veiðimenn sem vilja fá fullkomið aðgengi að búnaði án þess að fórna hreyfanleika. Hann er fyrst og fremst notaður sem brjóstpoki sem festist auðveldlega á axlabönd hvaða vöðlur sem er – óháð framleiðanda.

Þegar veitt er djúpt og mikilvægt er að halda búnaði þurrum, þá má bera pokann um hálsinn með stillanlegri og bólstraðri hálsól. Hann tengist einnig áreynslulaust við alla Guideline bakpoka og vestin úr Experience línunni. Þar að auki er hægt að festa hann við mittisól á vöðlum, bakpoka eða mittistösku.

Helstu eiginleikar:

  • Stórt aðalhólf (19 × 19 × 6 cm) með innra skipulagi fyrir flugubox og stærri búnað
  • Örugg klemmulykla að einnan heldur verðmætum á sínum stað
  • Tveir ytri rennilásavasar, þar af einn með teygjanlegu möskvaefni fyrir auka pláss
  • Teygjanlegir möskvavasar á hliðum – fullkomnir fyrir smáhluti eins og flotefni
  • D-hringur á hálsól til að festa háf eða önnur verkfæri
  • Verkfærahólf báðum megin að framan, stillt fyrir hægri eða vinstri hönd
  • Sterk segulfesting efst – geymir tímabundið flugur eða verkfæri
  • Innbyggður áhaldagormur með stífri rennilásafestingu
  • Auka lykkjur á hliðum fyrir sólgleraugu eða annan aukabúnað
  • Teygjanleg brjóstól heldur pokanum þéttum og stöðugum við líkamann

Efni og umhverfisáherslur:

  • Þyngd: 215 g (með böndum)
  • Efni: Endurunnið nylon
  • DWR vatnsvörn: PFAS-frí (flúorkolefnalaus)
  • Vottanir: Bluesign®– öryggi og sjálfbærni í efnavali og framleiðslu