Embrace 13’ #8/9 er líklega fjölhæfasta stöngin í Embrace línunni – hinn fullkomni miðjupunktur fyrir laxveiði. Hún er nógu kraftmikil fyrir stórfiska og breiðar ár, en nægilega meðfærileg fyrir miðlungsstórar ár. Ef þú átt aðeins eina tvíhendu – þá ætti hún að vera svona.
Stöngin er með meðalhröð og með miðlungs sveigju, sem skilar öflugum en mjúkum köstum og góðri stjórn á línunni í breytilegum aðstæðum. Hún er pöruð með Power Scandi Body 26 g og 15’ intermediate taumenda (8 g) – sem saman mynda flotta heildstæða línu sem hentar í flestar aðstæður. Hægt er að kaupa annars konar línuenda aukalega, bæði flot- og sökkenda.
Hentar vel fyrir:
• Lax og sjóbirting í meðalstórum og stórum ám
• Alvöru aðstæður þar sem kasta þarf þungum flugum með vindinn í fangið
• Veiðimenn sem vilja eina tvíhendu sem hæfir sem flestum aðstæðum
• Byrjendur og reynslumikla veiðimenn – gæði á góðu verði
Pakkinn inniheldur:
• Embrace 13’ #8/9 tvíhenda – 4 parta stöng með mjúkri sveigju en miklu afli
• NOVA 8/10 fluguhjól – endingargott, létt og unnið úr 100% endurunnu efni
• Skothaus: Power Scandi Body 26 g + 15’ intermediate línuendi 8 g (alls 35 g)
• 30 lb undirlínu og frammjókkandi taum – uppsett og tilbúið til notkunar
• Cordura stangarhólkur með rými fyrir hjólið– tryggir vernd og flutningsöryggi