Embrace switch-pakkinn er hannaður fyrir þá sem vilja öflugt og sveigjanlegt sett í minni og meðalstórar laxveiðiár, með möguleika á bæði tvíhendu og einhenduköstum. Þessi stöng sameinar kraft og mýkt, og hentar frábærlega í lax, sjóbirting og aðra stærri silunga. Hún er sérstaklega góð í aðstæðum þar sem nákvæmni og stjórnun skipta öllu.
Stöngin er meðalhröð og skilar bæði mjúkum Spey-köstum og góðri stjórn í viðureign við fiska. Hún er pöruð með Power Multi Tip línu, sem kemur með 10 feta intermediate tip og hentar fyrir fjölbreyttar aðstæður. Hægt er að kaupa annarskonar línuenda aukalega.
Hentar vel fyrir:
• Lax og sjóbirting í minni og meðalstórum ám
• Veiði í lágu vatni og nákvæmar framsetningar
• Tvíhenduveiði með möguleika á einhenduköstum ef þörf krefur
• Veiðimenn sem vilja einfalt, kraftmikið og fjölnota sett
Pakkinn inniheldur:
• Embrace 11’ #7/8 Switch stöng – 4 parta stöng með fighting butt
• NOVA 7/9 fluguhjól – sterkt, létt og gert úr 100% endurunnu efni
• Power Multi Tip WF #7/8 línu –með 10’ intermediate tip (7 g)
• 20 lb undirlínu og tilbúnum taumi
• Cordura stangarhólk með plássi fyrir hjól og stöng