Flottur fluguveiðipakki sem inniheldur Elevation flugustöng, Nova fluguveiðihjól, undirlínu og Bullet+ flotlínu eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.
Elevation flugustangirnar eru afar léttar meðalhraðar stangir sem gerðar eru fyrir breiðan hóp veiðimanna. Hönnun og framleiðsla stanganna er um margt framúrstefnuleg og stangarpartar þeirra eru umtalsvert umhverfisvænni en gengur og gerist. Þetta er sú stefna sem Guideline hefur tekið í átt að nútímalegri framleiðsluþáttum. Stangirnar eru framleiddar eins efnislitlar og kostur er án þess að það komi niður á kasteiginleikum eða styrk. Toppurinn er næmur en um leið stöðugur og hleðst stöngin jafnt niður í skaft. Hraði stangarinnar hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguveiði, og hún fyrirgefur vel smávægileg mistök í kastferlinu. Elevation eru nákvæmar stangir sem skila miklum línuhraða með lágmarks átaki.
Stönginni fylgir Nova fluguveiðihjól frá Guideline, framleitt úr endurunnum álefnum og algerlega án einnota plastefna. Hjólið er einstaklega vel smíðað, létt og endingargott, með nýrri gerð bremsubúnaðar sem veitir stöðugt viðnám undir álagi. Allar stærðir Nova hjólsins eru með stillanlegum kolefnisskífum sem laga sig að hverri línuþyngd og tryggja áreiðanleika, jafnvægi og hámarks stjórn.
Á hjólinu er Bullet+ flotlína sem hefur stuttan en kraftmikinn haus (9,25 m) sem hleður stöngina hratt og skilar löngum og nákvæmum köstum. Hún er sérstaklega hentug þar sem pláss fyrir bakkast er lítið og hentar jafnt í ár sem vötn. Línan kastar þurrflugum, púpum og straumflugum af mikilli nákvæmni og er einnig góð í veltiköstum. Grágrænn haus og skærgræn rennilína tryggja góða sýnileika og stjórn, og lykkjur eru á báðum endum línunnar.
Elevation stangarpakkinn er virkilega athyglisverður og á afar sanngjörnu verði.
Loop Z1 Einhendupakki 9' #5
Loop Z1 Tvíhendupakki 13,2' #8
Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9,9' #4
Echo Lift Einhendupakki 9' #8
Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9' #7
Guideline LPX Chrome Switch-pakki 11,7' #6/7
Loop Z1 Switch-pakki 11,6' #5
Guideline LPX Chrome Tvíhendupakki 12,3' #6/7
Loop Z1 Einhendupakki 10' #7
Loop Z1 Einhendupakki 9' #4
Guideline LPX Nymph Einhendupakki 10,2' #4
Fishpond Switchback Pro Mittistaska
Loop Q Einhendupakki 9‘ #6
Guideline LPX Chrome T-Pac Tvíhendupakki 12,9' #8/9
Guideline Elevation Einhendupakki 10,6‘ #3
Experience Grey-Green Veiðigleraugu
Loop ZX Einhendupakki 10' #6
Guideline Elevation Einhendupakki 9‘ #4
Guideline LPX Chrome Einhendupakki 9,9' #6
Fishpond San Juan Brjóstpoki 















