Túpuplastið frá Frödin hefur verið notað í skandinavískar flugur í áratugi, en á þeim tíma hefur efnið þróast og litaafbrigðum fjölgað. Það sem einkennir þetta túpuplast er einkum tvennt: sveigjanleiki og ending. Kostir efnisins gera hnýtingarnar þægilegri, auk þess sem plastið brotnar mun síður við veiðar.
Túpuefnið kemur í fjórum sverleikum, þ.e. XS, S, M og L og gengur það inn í hvert annað. Þannig passar XS inn í stærð M og S gengur inn í L. Þetta nýtist einkum þegar hnýttar eru túpur með kónum, en þá rennur grennra plastið inn í kóninn en það sverara er fyrir aftan. Túpuplastið má nota stakt, s.s. í flottúpur á borð við Sunray, hitch eða aðrar yfirborðsflugur. Það má einnig nota í hverskonar þyngdar flugur þar sem þyngingin er á formi kóns eða kúlu.
Loon Water Based Thinner - Þynnir
Acryl-þynnir
Acryl-flugulakk
Loon High Tack Swax - Dubbing vax
Fishpond Canyon Creek Chest Pack - Brjóstpoki
Veniard Premium Fluguhnýtingasett 























