Fishpond Wind River Roll-Top Bakpoki

Vel útfærður bakpoki frá Fishpond sem heldur innihaldinu öruggu frá veðri og vindum. Á honum er svonefnd Roll-Top lokun í stað hefðbundins renniláss. Þannig er unnt að stækka og minnka rými pokans eftir þörfum hverju sinni.

44.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Vel útfærður bakpoki frá Fishpond sem heldur innihaldinu öruggu frá veðri og vindum. Á honum er svonefnd Roll-Top lokun í stað hefðbundins renniláss. Þannig er unnt að stækka og minnka rými pokans eftir þörfum hverju sinni. Efnið er 100% vatnshelt og tryggir að farangurinn haldist þurr. Að framanverðu er renndur vasi undi smáhluti og festipunktar beggja vegna á hliðum pokans.

Axlarböndin eru virkilega þægileg og á þau má festa ýmiskonar veiðibúnað. Þar eru einnig festingar GPS sendi eða talstöð. Mótuð bakliðin og þétt belti veitir notandanum góðan stuðning. Stærð bakpokans, þegar toppinum er rúllað upp þrisvar sinnum, er 60 x 30 x 20 cm, hann vegur 1,63 kg og rúmar allt að 38 lítra.

Sjálfbærni

Ný vara, gamalt efni

Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.