Thunderhead axlartaskan er hluti af nýrri og vandaðri vörulínu frá Fishpond, framleidd úr gríðarsterku efni sem endurunnið er úr plasti. Axlartaskan er 100% vatnsheld og búin nýrri kynslóð rennilása með ljúfloku. Taskan er gerð fyrir mikla notkun og hnjask og er frágangur því eins og best verður á kosið. Hún er hönnuð þannig að unnt sé að veiða með töskuna á sér.
Í töskunni er eitt stórt hólf auk rennds vasa undir smáhluti, að framanverðu er stórt hólf með rennilás. Á henni eru margar festingar svo unnt er að hengja á töskuna ýmis tæki, samsettar veiðistangir eða stangarhólka. Stærð töskunnar er 40 x 23 x 18 cm, hún vegur 0,8 kg.



