Thunderhead Eco er frábær ferðafélagi í gönguferðir eða á veiðislóð. Bakpokinn er sá öflugasti sem Fishpond hefur nokkru sinni framleitt, en til marks um það þá mun hann halda innihaldinu þurru jafnvel þótt hanni fari á kaf. Bakpokinn er tilvalinn undir myndavélina, veiðibúnaðinn, nestið og auka fatnað.
Hið nýja NewStream efni er ógnarsterkt og þolir gríðarlegt álag. Rennilásar eru algjörlega vatnsheldir og með fullkominni ljúfloku. Þá er á bakpokanum traust burðarkerfi sem er einkar hentugt í notkun. Hann er auðvelt að bera yfir langan veg enda með góðum stuðningi við bak og mitti. D-lykkjur til að hengja hverskonar áhöld, tæki eða tól eru víða á pokanum. Þá eru festingar á sitthvorri hliðinni undir stangarhólka eða samsettar stangir. Að innanverðu er einn renndur vasi auk plastvasa undir smærri hluti. Bakpokanum fylgir stillanlegt mittisbelti, sem má fjarlægja þegar ekki þarf á að halda. Á axlarböndum eru festingar s.s. fyrir GPS sendi eða síma.
Stærð bakpokans er 53 x 30 x 23 cm, hann vegur 1,28 kg og rúmar 28 lítra. Fáanlegur í þremur litum.
Sjálfbærni
Ný vara, gamalt efni
Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.
Fishpond Hailstorm Kælitaska
Patagonia Black Hole 100L Duffel Taska á hjólum - B. Green
Loop 7X 10' #6
Fishpond Thunderhead Eco Yucca - Bakpoki
Loop 7X 10' #7
Fishpond Canyon Creek Chest Pack - Brjóstpoki
Fishpond Ridgeline Tech Pack - Bakpoki
Loop Dry 25L Yellow Bakpoki
Guideline Experience Veiðivesti
Patagonia Guidewater Caramel Vatnsheldur Bakpoki
Coghlans Flugnanet
Fishpond Wind River Roll-Top S.Camo Bakpoki
Patagonia Black Hole Cube 3L Sekkur
Fishpond Ridgeline Bakpoki
Fishpond Grand Teton Ferðataska
Patagonia Black Hole Cube 6L Sekkur
Patagonia Stealth Pack S. Green Bakpoki 









