Fishpond FlyLite W‘s Veiðivesti
FlyLite veiðivestið frá Fishpond er hannað frá grunni með þarfir kvenna í fyrirrúmi – þróað og prófað af konum fyrir konur. Létt, loftræst og einstaklega vel útfært vesti sem býður upp á 15 vasa, innri og ytri, ásamt snjöllum festingum og hámarks hreyfanleika við veiðar.
Vestið er með netað bak- og bringusvæði sem tryggja öndun og léttleika á löngum dögum. Stillingarkerfi á bringuól með sleðabraut gerir auðvelt að aðlaga sniðið og segullokun að framan gerir aðgang fljótlegan og hljóðlátan. Á bakinu er stór vasi fyrir auka fatnað eða drykk, ásamt slíðri fyrir háf og stangarhaldara að framan. Festingar úr Hypalon® veita rými fyrir flotefni, taumaspólur og tól.
Vestið smellpassar með flestum Fishpond bakpokum og er úr endurunnu Cyclepond efni sem sameinar léttleika, styrk og umhverfisvitund.
Helstu eiginleikar:
- Sérhannað fyrir konur – þróað og prófað af veiðikonum
• 15 vasar að innan og utan fyrir allan nauðsynlegan búnað
• Léttur, netaður bak- og bringuhluti – öndun og léttleiki
• Fóðrarðar axlarólar sem dreifa þyngd
• Stillanleg bringuól með sleðakerfi – sniðið að líkama
• Segullokun að framan
• Slíður fyrir háf og stangarhaldari
• Bakvasi fyrir auka fatnað, vatn eða nestið
• Hypalon® festingar fyrir tól og aukabúnað
• Samhæft við flesta Fishpond bakpoka
• Þyngd: 590 g
GL Hitamælir
GL Spring Creek Töng
GL Áhaldaspóla
Loon Stream Line - Línuhreinsir
Fishpond Tailwater Fluguhnýtingataska
Fishpond San Juan Brjóstpoki
Fishpond Horse Thief Taska
Fishpond Thunderhead Yucca Pouch - Þurrpoki
Fishpond Grand Teton Ferðataska
Patagonia Black Hole Cube 3L Sekkur
Fishpond Bighorn Veiðitaska
Frödin FITS Túpunál
Nikwax TX. Direct Spray Úðabrúsi
Fishpond Flattops Vöðlutaska
Loop Nordic Beanie Blue Húfa
Loop Multiblue Húfa
Guideline Roller Bag - 150L Ferðataska
Guideline Predator Trucker Derhúfa
Guideline The Fly Solartech Derhúfa - Graphite
Vise Keflishalda 







