Firehole er 26 lítra bakpoki frá Fishpond sem býður upp á vel útfært skipulag, góðan stuðning og frábæra öndun. Hann hentar frábærlega í til að bera vatnsbirgðir, næringu og veiðibúnaðinn. Bakpokinn er framleiddur úr fisléttu endurunnu nælonefni sem stenst álagið. Hann er hlaðinn mörgum kostum en í honum er m.a. sérstakur geymslustaður fyrir blautar vöðlur og vöðluskó. Á bakpokanum er innbyggt háfaslíður og á hann má t.d. festa Fishpond Chest Pack brjóstpokann.
Axlarböndin eru stillanleg og falla, ásamt bakplötunni, vel að líkamanum. Þá er á pokanum gott belti sem veitir aukinn stuðning. Festingar má finna víða, en þær má nota til að hengja ýmiskonar búnað. Stærð bakpokans er 55 x 30 x 24 cm og vegur hann 1,2 kg.


Sjálfbærni
Ný vara, gamalt efni
Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.
