Þessi frábæra einhenda, sem tilheyrir Gravity seríunni, hefur dýpri virkni og sterkari topp en sambærilegar stangir í línuþyngd #8. Þrátt fyrir það næst sami línuhraði, sem er sérstaklega mikilvægt í erfiðum veðuraðstæðum eða þegar veitt er á stærri flugur. Stöngin veitir einstaklega góða línutilfinningu allt kastið og öflugur neðri hluti stangarinnar gefst aldrei upp.
Þetta er stöng sem nýtist best í að kljást við stóra fiska. Hana má nota í lax- og sjóbirtingsveiði en stöngin nýtist einnig í sjávarveiði á framandi slóðum. Hana má nota með ólíkum flugulínum, s.s. hefðbundnum flot- og sökklínum eða með hverskonar skothausum. Mælt er með línuþyngd á bilinu 19-21 grömm.
Echo Lift 9' #7
Echo Lift 9' #8
Scott Centric 9‘ #4
Guideline LPX Chrome 12,3' #6/7
Scott Centric 10‘ #5 





















