Alta NGx Sonic Zip Vöðlupakki II

Þessi vöðlupakki er samsettur fyrir þá alla kröfuhörðustu. Í pakkanum eru Alta NGx Sonic Zip öndunarvöðlur frá Guideline og er val á milli þriggja vöðluskóa, HD Vibram, ULBC Vibram og River Ops.

136.900kr.

Alta NGx Sonic Zip Vöðlur

HD Vibram Vöðluskór

Korkers Chrome Lite Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Alta NGx Sonic Zip Vöðlupakki II er einn sá allra vandaðasti. Í þessum pakka má velja á milli teggja gerða af vöðlsukóm, sem allar eiga það sameiginlegt að vera sterklega byggðar. Alta NGx Sonic Zip eru bestu öndunarvöðlurnar Guideline. Þær eru framleiddar með ultrasonic suðutækni og eru með frábæra vatnsheldni og fyrsta flokks öndun. Þrátt fyrir að slitsterk efni séu notuð í vöðlurnar eru þær sveigjanlegar og með framúrskarandi hreyfanleika. Á vöðlunum eru tveir vatnsvarðir brjóstvasar sem rúma fluguboxin. Þar fyrir framan eru sérstakar geymslur sem hugsaðar eru undir taumaklippur, losunartöng og aðra smáhluti. Á hliðum eru renndir flísfóðraðir vasar til að verma hendur eða til að geyma aukadót.

Snið vaðlanna er rúmgott á þeim stöðum sem þess er þörf, s.s. við bak og á hnjám. Það er gert til að forðast viðnám og þannig auka endingu. Fyrir aukin þægindi eru vöðlurnar búnar seglum á axlarböndum svo unnt er að breyta þeim í mittisvöðlur á einfaldan hátt. Efri hluta vaðlanna má þrengja og víkka, allt eftir því hvort hlýtt eða kalt er í veðri. Á þeim er vatnsheldur rennilás frá TiZip, sem auðveldar notandanum að komast í og úr vöðlunum.

Val stendur á milli tveggja vöðluskóa sem framleiddir af Guideline og Korkers. Guideline HD (Heavy Duty) vöðluskórnir eru hannaðir til notkunar við erfiðustu veiðiaðstæður. Vegna aukinnar hæðar, þykkari bólstrunar og mikils stífleika í efninu hafa skórnir aukinn stöðugleika sem hjálpar þegar vaðið er á grófum árbotni og í ójöfnu landslagi.

Korkers Chrome Lite vöðluskórnir eru einstaklega léttir og þægilegir, innblásnir af íþróttaskóm. Þeir bjóða upp á frábæra hreyfigetu og stuðning á löngum göngum. Með BOA® vírakerfi, sveigjanlegum Kling-On Rock™ sóla og vatnsfrárennsliskerfi tryggja þeir gott grip, öryggi og hraða þornun. Fullkomnir fyrir veiðimenn á ferðinni.