Alta NGx Sonic Zip Vöðlupakki II

Þessi vöðlupakki er samsettur fyrir þá alla kröfuhörðustu. Í pakkanum eru Alta NGx Sonic Zip öndunarvöðlur frá Guideline og er val á milli þriggja vöðluskóa, HD Vibram, ULBC Vibram og River Ops.

136.900kr.

Alta NGx Sonic Zip Vöðlur

HD Vibram Vöðluskór

ULBC Vibram Vöðluskór

Ekki til á lager

River Ops Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Alta NGx Sonic Zip Vöðlupakki II er einn sá allra vandaðasti. Í þessum pakka má velja á milli þriggja gerða af vöðlsukóm, sem allar eiga það sameiginlegt að vera sterklega byggðar. Alta NGx Sonic Zip eru bestu öndunarvöðlurnar Guideline. Þær eru framleiddar með ultrasonic suðutækni og eru með frábæra vatnsheldni og fyrsta flokks öndun. Þrátt fyrir að slitsterk efni séu notuð í vöðlurnar eru þær sveigjanlegar og með framúrskarandi hreyfanleika. Á vöðlunum eru tveir vatnsvarðir brjóstvasar sem rúma fluguboxin. Þar fyrir framan eru sérstakar geymslur sem hugsaðar eru undir taumaklippur, losunartöng og aðra smáhluti. Á hliðum eru renndir flísfóðraðir vasar til að verma hendur eða til að geyma aukadót.

Snið vaðlanna er rúmgott á þeim stöðum sem þess er þörf, s.s. við bak og á hnjám. Það er gert til að forðast viðnám og þannig auka endingu. Fyrir aukin þægindi eru vöðlurnar búnar seglum á axlarböndum svo unnt er að breyta þeim í mittisvöðlur á einfaldan hátt. Efri hluta vaðlanna má þrengja og víkka, allt eftir því hvort hlýtt eða kalt er í veðri. Á þeim er vatnsheldur rennilás frá TiZip, sem auðveldar notandanum að komast í og úr vöðlunum.

Val stendur á milli þriggja vöðluskóa sem framleiddir af Guideline og Korkers. ULBC vöðluskórinn frá Guideline er í raun þrennskonar skór í einum, en þá má nota í veiði, gönguferðir eða aðra útivist. Með snjallri 3-í-1 hönnun eru ULBC skórnir hið fullkomna tól fyrir krefjandi veiðiferðir, þar sem þyngd farangursins skiptir sköpum. Vöðluskórnir sameina þægilega, sterka og háa ökklaskó, nútímalega og tæknilega vöðluskó og vatnshelda og andandi stígvél. Svo í lengri veiðiferðum, þar sem gengið er yfir langan veg, er annar skófatnaður óþarfur.

Guideline HD (Heavy Duty) vöðluskórnir eru hannaðir til notkunar við erfiðustu veiðiaðstæður. Vegna aukinnar hæðar, þykkari bólstrunar og mikils stífleika í efninu hafa skórnir aukinn stöðugleika sem hjálpar þegar vaðið er á grófum árbotni og í ójöfnu landslagi.

Korkers River Ops vöðluskórnir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar. Þeir eru tilvaldir fyrir þá sem kjósa áreiðanleika og þægindi. Einstök ending skónna næst fram með tækni sem kallast Exo-Tec. Þeir eru ekki saumaðir á hefðbundinn hátt heldur mótaðir án þess að saumar komi nærri. Skórnir eru samsettir með bræðslutækni sem kemur í veg fyrir að álagsfletir trosni upp.