Silungaflugur

Skoða úrvalið

Veiðiflugur bjóða upp á silungaflugur í miklu úrvali, allt frá þurrflugum upp í stórar straumflugur. Í netversluninni Veidiflugur.is má finna þó nokkrar gerðir silungaflugna, sem er þó aðeins örlítið brot af því úrvali sem finna má í fluguborði verslunarinnar. Veiðiflugur leggja mikla áherslu á gæði flugnanna og eru þær allar hnýttar á sterka og áreiðanlega öngla, þar sem hvergi er slakað á kröfum í efnisvali og lökkun.

Straumflugur

Innlendar silungaflugur

Í Veiðiflugum má finna gott úrval af innlendum silungaflugum, en markmið verslunarinnar hefur frá upphafi verið að gera íslenskum hnýturum hátt undir höfði. Silungaflugur eftir Örn Hjálmarsson s.s. Gullið, Green Kelly og Búi hafa allar sannað gildi sitt í Veiðivötnum og víðar. Langskeggur er þó sennilega þekktasta fluga Arnar og fæst hún í nokkrum stærðum, þyngd og óþyngd. Flugur eftir Pjetur Maack eru einnig á boðstólnum í Veiðiflugum, en margar þeirra urðu til við bakka Þingvallavatns. Klekja, Holan, Frú Kraag, Leynivopnið, Djákninn og Garún eru dæmi um fengsælar flugur Pjeturs. Þá bjóða Veiðiflugur fjölmargar tungsten púpur eftir Sigurberg Guðbrandsson og margar gerðir silungaflugna frá Sveini Þór Arnarsyni, þ.á.m. Blossa, Glóð, Nobblera og Keilugóstara.  

Silungapúpur

#8
#10
+2
490kr.
#8
#10
+3
395kr.
#8
#10
+3
425kr.
#10
#12
+2
425kr.
#8
#10
+2
425kr.
#6
#8
+4
425kr.
#10
#12
+2
425kr.
#8
#10
+3
395kr.
#8
#10
+3
395kr.
#8
#10
+3
395kr.
#8
#10
+3
425kr.
#8
#10
+2
490kr.
#8
#10
+2
490kr.
#8
#10
+2
490kr.
#8
#10
+2
490kr.

Gerðir flugna

Silungaflugur á Íslandi skiptast í fjóra megin flokka, þ.e. þurrflugur, púpur, votflugur og straumflugur. Þurrflugur kallast þær sem liggja ofan á vatnsfletinum og fiskur tekur í yfirborðinu. Þær eru jafnan hnýttar á krókastærðir #6-28, þó algengustu stærðirnar hérlendis séu #12-18. Púpur er samheiti yfir margar gerðir silungaflugna en þær eru fáanlegar í fjölmörgum útgáfum. Púpur eru ýmist þyngdar, með brass- eða tungstenkúlum, eða óþyngdar til að veiða ofar í vatni. Straumflugur eru samheiti yfir tálbeitu sem gjarnan er töluvert stærri en púpur og þurrflugur. Slíkar flugur eru jafnan hnýttar á langa króka í stærðum #2-12 og þjóna fyrst og fremst því hlutverki að espa fiskinn til töku.

Votflugur

Black Ghost er sennilega mest notaða straumflugan á Íslandi.

Krókurinn eftir Gylfa Kristjánsson er sívinsæl púpa.

Smelltu hér til að skoða úrvalið í netverslun