8.900kr.
16.900kr.
16.900kr.
6.495kr.
26.900kr.
Showing all 5 results
Nextcast er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á flugulínum, einkum tvíhendulínum. Þær eru á margan hátt einstakar með silkimjúkri áferð, fullkominni þyngdardreifingu og framúrskarandi kasthæfni.
Nextcast hefur á síðustu árum tekið höndum saman við laxveiðimenn, atvinnumenn í fluguköstum auk söluaðila í Skandinavíu. Markmið þessara aðila hefur verið að hanna hinar fullkomnu Spey-línur. Það hefur heppnast vel, enda eru Nextcast flugulínur nú þær allra vinsælustu í Norður-Evrópu. Þær eru fyrst og fremst hannaðar til veiða á laxi, en nýtast að sjálfsögðu í annars konar veiði.
Lengi hefur skort á markaðinn heila tvíhendulínu sem nýtist vel í íslenskum aðstæðum. Í samstarfi við Nextcast hefur okkur tekist að framleiða heila tvíhendulínu án samskeyta skothauss og rennilínu. Línan, sem nefnist Zone Iceland, nýtist í ólíkum aðstæðum, hún flýtur vel og henni er sérlega auðvelt að kasta. Rennilínan er hæfilega þykk svo hún rennur auðveldlega í gegnum lykkjur stangarinnar. Þá er mjög auðvelt að meðhöndla og „strippa“ línuna. Lengd hennar tekur mið af stærð íslenskra ársvæða og er hönnuð þannig að hún rétti úr löngum taumum og leggist mjúklega.