CND flugustangir

Hinar frábæru CND flugustangir eru nú loks fáanlegar á Íslandi. Margir innlendir veiðimenn, sem hafa stundað laxveiði á Norðurlöndum og í Bretlandi, hafa eflaust séð eða prófað þessar áhugaverðu stangir. Vinsældir þeirra austanhafs hafa aukist verulega upp á síðkastið og virðast þær höfða vel til laxveiðimanna. Stangirnar eru á margan hátt ólíkar öðrum, þar sem uppbygging þeirra lítur eigin lögmálum. Niðurstaðan er í senn sérstök og mögnuð.

Upphaf CND

Upphaf CND má rekja aftur til ársins 1983 þegar Nobuo Nodera, stofnandi fyrirtækisins, hóf að hanna flugustangir. Í áranna rás hefur hann hannað margar af bestu keppnisstöngum heims. CND er í grunninn japanskt vörumerki, sem hefur á síðustu árum færst nær því að teljast skandinavískt. Eftir að nokkrir af fremstu stangarhönnuðum og laxveiðimönnum Noregs gengu til liðs við fyrirtækið fór boltinn að rúlla. Í dag eru CND einhverjar mest seldu tvíhendur í laxveiði á Norðurlöndunum. Þá hafa vinsældir þeirra í Skotlandi og á Írlandi vaxið mikið á síðustu misserum.

Sprenging með Gravity

Eftir að CND Gravity stangirnar voru settar á markað varð sprenging á markaðnum. Vinsældir stanganna urðu gríðarlegar og ljóst að hér var á ferðinni eitthvað nýtt, eitthvað sérstakt og síðast en ekki síst eitthvað spennandi. CND stangirnar hafa ákveðna sérstöðu, enda ólíkar öðrum flugustöngum og veita ákaflega sérstaka tilfinningu. Þær sameina í raun hraða og mýkt, þar sem tilfinning fyrir laxinum nær alla leið niður í hendur. Stangirnar eru fisléttar, aflmiklar og framkalla ótrúlegan línuhraða.

Hönnun flugustanga

Hönnun flugustanga veltur á mörgum ólíkum þáttum. Miklu máli skiptir hvernig stöngin mjókkar fram og hve hár stuðull og styrkur stangardúksins er. Þá skiptir þykkt koltrefjanna töluverðu máli sem og fjöldi efnislaga.

Vinsælasta, og ódýrasta aðferðin við framleiðslu á flugustöngum, felur í sér eina stefnubundna lagningu kolefnisins eftir stönginni endurlangri. Flestar hágæða stangir innihalda hinsvegar annað lag af koltrefjum, sem lagt er í 90 gráður á það fyrra. Sú hönnun gerir það að verkum að afköstin verða umtalsvert meiri.

CND einu skrefi lengra

Með aðstoð nýrrar tækni sem nefnist Nano-Pitch, er aðferðin tekin skrefinu lengra við framleiðslu á Gravity flugustöngunum. Fleiri örþunnum koltrefjalögum, sem eru allt niður í 0,5 mm að þykkt (í stað 1,2 mm áður), er bætt við efnislagið. Þessi athyglisverða aðferð veitir notandanum mjög sérstaka upplifun, þar sem stöngin er í senn létt, fínleg og hröð með einstakri „CND-tilfinningu“ niður í korkinn.

Hin fyrri koltrefjalög Gravity stanganna eru framleidd með klassískri 90 gráðu tækni. Því næst eru önnur lög skorin með því að láta koltrefjarnar liggja á 45 gráðu horni. Að lokum er öðru koltrefjalagi bætt ofan í gagnstæðar 45 gráður. Þessi fjöllaga uppbygging gerir það að verkum að flugustangirnar eru mjög léttar, þær kasta einstaklega beint og ná fljótt að endurheimta jafnvægi eftir flugukastið.

Falleg og látlaust útlit

CND Gravity stangirnar eru afar fallegar og gleðja svo sannarlega augað. Þær skarta dökkgrænum lit (e. British Racing Green) með silfruðum vafningum og lykkjum úr títani. Svörtu ALPS-hjólasætin eru eins og sniðin að útlitinu og falla þau vel að handföngunum sem framleidd eru úr hágæða korki. CND stangirnar eru afhentar í stangarpoka og í vönduðum álhólki.