Veiðiflugur bjóða nú upp á íslensk hrosshár til fluguhnýtinga í fjölmörgum litum. Hárin eru tiltölulega mjúk og því auðveld meðhöndlunar. Löng hrosshár henta vel til hnýtinga á flottúpum á borð við Sunray, Skugga og Kolskegg, en styttri hár eru heppilegri fyrir smáflugur í laxinn, t.d. Haug, Radian, Green Butt, Flúð, Arndilly Fancy og fleiri sterkar flugur. Þá má einnig nota efnið í allavega straumflugur.
Hrosshárin fást í mörgum litum.
Haugur og skáskorinn Skuggi eru með væng úr hrosshárum.
Hrosshárin eru fremur eðlislétt og eru því kjörin í flugur sem veiða á ofarlega í vatninu. Hrossið er einnig mjög lifandi í vatni sem virðist egna fiska til töku. Þá eru flugur með væng úr hrosshárum jafnan mjög fallegar, að minnsta kosti í augum veiðimanna.
Hrosshárin eru fáanleg í verslun Veiðiflugna, Langholtsvegi 111, en einnig í netversluninni Veidiflugur.is
Smelltu HÉR til að skoða alla liti hrossháranna.