Stonfo Trimmer – Snyrtir

Stonfo Trimmer er nákvæmt og beitt verkfæri til að snyrta flugur eftir hnýtingu. Fullkomið til að klára útlit þurrflugu, púpu eða straumflugu með hárnákvæmum skurði og snyrtingu.

1.995kr.

Ekki til á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Stundum vantar aðeins síðasta punktinn yfir i-ið þegar flugan er hnýtt – og þá kemur Stonfo Trimmer sterkur inn. Þetta litla, beitta verkfæri hefur skáhallað rakvélarblað, sem gerir þér kleift að snyrta burt umframefni eins og dubbing, fjaðrir eða annað smáefni – með hámarks nákvæmni.

Á bakhliðinni er fíngerð nál, sem hentar til að laga dubbing á réttan stað áður en þú skerð – til dæmis á bringusvæði púpu. Þannig geturðu lagað og klárað útlitið áður en síðasta snyrtingin fer fram.

Helstu eiginleikar:

  • Beitt, skáhallað blað til fínna snyrtinga
  • Hentar öllum flugum: þurrflugum, púpu, straumflugum o.fl.
  • Sker öll hnýtingaefni með nákvæmni
  • Nál á bakhlið til að laga dubbing eða önnur efni áður en þú skerð
  • Þægilegt, ergónómískt handfang
  • Framleitt á Ítalíu