Hér hefur rakvélablaðið fengið nýtt hlutverk í fluguhnýtingum. Með þessu tóli frá Stonfo má taka venjulegt rakvélablað og stilla skurðinn þannig að passi fyrir t.d. Muddler Minnow og aðrar straumflugur og flugur hnýttar með dádýrahári.
Á handfanginu er stillihringur sem sveigir blaðið eftir óskum. Tíu blöð fylgja tólinu en þetta eru venjuleg blöð sem fást í næstu nýlenduvöruverslun. Hársnyrtitólið er auðvelt í notkun og sést strax af leiðbeiningarmyndum á umbúðum hvernig það skuli notað.
Rétt er að minna á að rakvélablöð eru hárbeitt og tólið ætti þess vegna ekki að liggja á glámbekk þar sem börn gætu náð til.
Loon Áhaldaspóla
Losunartöng
Fishpond Firehole Bakpoki
Fishpond Ridgeline Bakpoki
Fishpond Thunderhead Eco Duffel Taska M
Cotol 240 - Hersluhvati fyrir vöðlulím
Fishpond Jagged Basin Fatataska
Patagonia Black Hole 100L Duffel Taska á hjólum - B. Green
Patagonia Stealth Switch Pack 9L Veiðitaska - R. Green 
