Jungle Cock frá Semperfli er fallegt, raunverulegt og afar endingargott efni. Það kemur í stað náttúrlegra fjaðra frumskógarhanans sem erfitt er að nálgast með löglegum hætti. Gervifjaðrirnar henta til ýmiskonar hnýtinga en nýtast íslenskum hnýturum fyrst og fremst í laxaflugur. Margt af því efni sem finnst á markaðnum leggst illa að flugunni skagar út eins og illa gerður hlutur. Þannig hegðar flugan sér óeðlilega í vatni og fer að snúast. Efnið frá Semperfli er framleitt mýkra og þykkara en almennt gerist, til að tryggja að efnið liggi ávallt upp að búk flugunnar.
Jungle Cock-efnið er fáanlegt í fimm mismunandi litum og fjórum stærðum: 10mm, 17mm, 24mm og 30mm.