Power Strike Salmon eru frammjókkandi taumar frá Guideline hannaðir í laxveiðina. Taumurinn er meðalstífur en virkilega þjáll og nýtist í öllum veðuraðstæðum, logni sem miklum vindi. Taumarnir eru afar sterkir m.v. sverleika, þeir eru glærir með örlitlum gráum tóni til að tryggja minni sýnileika í vatni.
Power Strike hefur mun meiri fínleika en margir aðrir taumar sem eru gjarnan of stífir og óþjálir. Taumarnir geta rétt úr smáum sem stórum flugum og auðvelda þannig veiðimanni fluguköstin. Þessir taumar eru 15 fet að lengd og eru heppilegir á allar tvíhendur með flotlínu.