Patagonia W’s Swiftcurrent® Traverse dömuvöðlur – Basin Green
SKOÐA STÆRÐATÖFLUPatagonia Swiftcurrent® Traverse vöðlurnar eru léttar, þægilegar og endingargóðar vöðlur – hannaðar sérstaklega fyrir konur. Þær veita öflugan stuðning í vatni án þess að draga úr hreyfigetu eða þægindum. Vöðlurnar eru einstaklega léttar og meðfærilegar og því tilvaldar í ferðalagið – en það þó ekki á kostnað endingu eða virkni. Þetta eru fjölhæfar vöðlur fyrir konur sem vilja vandaðan og umhverfisvænni búnað.
Vöðlurnar eru saumaðar úr fjögurra laga, endurunnu efni með öndunareiginleikum og vatnsfráhrindandi DWR-áferð án PFAS. Efnið andar vel, er verulega sterkt og veitir framúrskarandi vörn gegn vatni og veðri. Nýtt snið og hönnun miðast við kvenlíkama og býður upp á einstaka hreyfigetu. Klofsaumur með fellingu og ergonomísk fótasnið tryggja gott flæði í hreyfingum – bæði í vatni og á árbakkanum. Með endurbættri saumagerð er dregið úr spennu í efninu, sem eykur endingu og gerir viðgerðir einfaldari.
Vöðlurnar má auðveldlega breyta á milli brjóst- og mittishæðar, þ.e. nota þær sem hefðbundnar vöðlur eða mittisvöðlur. Sérstakt „drop-seat“ kerfi með flötum smelli gerir notandanum kleift að bregðast fljótt við án þess að þurfa að fara úr vöðlunum – sem getur komið sér vel úti í náttúrunni. Vöðlunum fylgir teygjanlegt Secure Stretch™ vöðlubelti.
Snjöll geymsla og vel útfærð smáatriði
- Stór, teygjanlegur brjóstvasi með rennilás
- Innri vasi með rennilás og skjótur aðgangsvasi fyrir smærri búnað
- Festingar fyrir verkfæri og lykkjur fyrir bakpoka við bringu
- Lykkja aftan á baki fyrir geymslu og þurrkun
- Slitsterkar skálmar með ökklavörn
- Anatomískir sokkar með góðri lögun fyrir hámarks þægindi allan daginn
Þessar vöðlur eru framleiddar í Fair Trade Certified™ verksmiðju, sem tryggir betri vinnuskilyrði og sanngjörn laun fyrir starfsfólk. Þannig getur þú veitt með góðri samvisku – í vöðlum sem standa undir öllum kröfum.