Patagonia Swiftcurrent vöðlujakki – River Rock Green
Patagonia Swiftcurrent vöðlujakkinn sameinar klassískt útlit og háþróaða hönnun fyrir veiðimenn sem vilja þægindi og öryggi við allar aðstæður. Jakkinn er úr fjögurra laga vatns- og vindheldu H2No™ efni, unnu úr 100% endurunnum NetPlus™ nylon sem gert er úr ónothæfum fiskinetum. Hann er með PFC-fríu vatnsfráhrindandi yfirborði (DWR) og límdum saumum sem tryggja hámarks vörn gegn vatni og vindum.
Tveir flatir brjóstvasar með vatnsheldum rennilásum veita gott geymslupláss án þess að trufla notkun bakpoka eða brjóstpoka. Fóðraðir vasar til að verma hendur eru á hliðum jakkans – staðsettir nógu ofarlega til að haldast þurrir þótt vaðið sé djúpt. Jakkinn er einnig með stillanlega hettu með háum kraga sem veitir góða vörn gegn roki og úrkomu. Neðst á jakkanum er teygjanlegur og stillanlegur faldur sem heldur vatninu úti þegar vaðið er í miklu dýpi.
Vatnsheldar og stillanlegar ermalokanir verja gegn vatni og koma í veg fyrir að flugulínan flækist við ermarnar. Að innan eru tveir vasar, þar af annar með rennilás fyrir verðmætiþ Jakkinn hentar einstaklega vel í köldum aðstæðum með einangrandi flík undir og veitir áreiðanlega vörn gegn íslenska veðrinu.
Helstu eiginleikar:
- Vatns- og vindheldur vöðlujakki úr 100% endurunnum efnum
- Fjögurra laga H2No® Performance Standard skel með mjúku innra byrði
- PFC-frí DWR vatnsfráhrindandi áferð
- Tveir vatnsheldir brjóstvasar – henta fyrir flugubox og smádót
- Fóðraðir vasar til að verma hendur með flipa sem ver handarbökin
- Innri vasar, þar af einn með rennilás
- Stillanleg hetta með innbyggðum kraga – mikil vörn gegn veðri
- Vatnsheldar og stillanlegar ermalokanir
- Stillanleg teygjusnúra í faldi fyrir betri aðlögun
- Fair Trade Certified™ framleiðsla