Patagonia Swiftcurrent Expedition Vöðlur

Patagonia Swiftcurrent® Expedition eru sérlega endingargóðar vöðlur með þægilegu sniði og frábærri hreyfigetu. Stillanleg axlabönd gera auðvelt að breyta þeim úr uppháum vöðlum í mittisvöðlur. Fullkomnar fyrir þá sem vilja áreiðanlegan búnað í krefjandi aðstæðum.

122.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Patagonia Swiftcurrent® Expedition vöðlur – Basin Green

SKOÐA STÆRÐATÖFLU

Swiftcurrent® Expedition vöðlurnar eru flaggskip Patagonia. Þær eru endurbætt útgáfa sem sameinar háþróaða tækni, sjálfbær efni og ótrúlega endingu. Vöðlurnar eru hannaðar fyrir krefjandi aðstæður, hvort sem er við veiðar í ískaldri jökulá eða á löngum göngum um mólendi. Þetta eru hinar fullkomnu vöðlur fyrir þá sem krefjast þess besta af búnaðinum sínum.

Vöðlurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir erfiðar aðstæður og eru því verulega endingagóðar. Nýtt snið vaðlanna eykur hreyfigetu og bætir verulega þægindi. Neðri hlutar fóta í stærri stærðum hafa verið víkkaðir örlítið til að bæta hreyfanleika og gera það auðveldara að fara í og úr sokkunum. Með stillanlegum axlaböndum og smellum er auðvelt að aðlaga sniðið frá bringuhæð niður í mittishæð og þannig bregðast við breytilegum aðstæðum. Vatnsheldur innri vasi verndar verðmæti eins og síma eða lykla fyrir raka, og fóðraðir vasar veita höndum skjól gegn kulda.

Helstu eiginleikar

  • Yfirbygging sem endist:
    Efri hluti vaðlanna er úr 4-laga, örþéttu H2No™ endurunnu pólýester efni með vatnsheldri öndunarfilmu. Neðri hlutinn er styrktur með þyngra, 4-laga efni fyrir hámarks slitþol.
  • Vatnsheld DWR-áferð án PFC/PFAS:
    Umhverfisvæn og öflug vörn gegn raka án skaðlegra efna.
  • Frábær hreyfigeta og þægindi:
    Nýtt snið, formsaumaðar fætur, sérhannaður klofsaumur og fjarlægjanlegir hnépúðar veita náttúrulega hreyfingu og aukin þægindi – líka á löngum dögum.
  • Stillanleiki og aðlögun:
    Fullkomlega stillanleg axlabönd með smellum svo auðvelt er að breyta vöðlunum úr uppháum í mittisvöðlur. Þægilegt Secure Stretch™ vöðlubelti og lykkjur að framan og aftan tryggja öruggar festingar.
  • Snjöll geymsla:
    Vatnsheldur innri vasi fyrir verðmæti, tveir teygjanlegir innri vasar, stór brjóstvasi með vatnsfráhrindandi rennilás og vasi til að verma hendur. Auk þess eru festingar fyrir ýmis veiðitól og þurrkunarlykkja á bakinu.
  • Ending og smáatriði:
    Slitvarin ökklasvæði, anatómísk lögun í fótum og sokkum (sérsniðnir vinstri og hægri) tryggja þægindi allan daginn – sérstaklega í köldu vatni.

Vöðlurnar eru framleiddar úr 100% endurunnu pólýester í Fair Trade Certified™ verksmiðju – þar sem vinnuaðstæður og réttindi starfsfólks eru í hávegum höfð.

Nýsköpun byggð á ævintýraþrá

Í rúm þrjú ár hefur Patagonia unnið að því að hanna og þróa nýju Swiftcurrent vöðlurnar. Eftir ítarlegar prófanir af hendi kröfuhörðustu veiðimanna heims við öfgafullar aðstæður eru þær loksins tilbúnar - betri en nokkru sinni fyrr.