River Salt vöðluskórnir sameina léttleika, stöðugleika og endingu. Þeir eru fullkomnir þegar vaða þarf straumharðar ár, ganga yfir grýttan veg eða fara í léttar göngur milli veiðistaða. Skórnir eru afrakstur samstarfsverkefnis Patagonia® og Danner®, og eru handgerðir í Portland úr hágæðaefnum.
Ytra byrði skónna er úr vatnsheldu, náttúrulegu leðri sem þolir seltu og mikla notkun án þess að mýkjast eða brotna niður. Leðrið má endurnýja og viðhalda, og í sútunarferlinu eru engin PFAS-efni notuð, sem gerir skóna umhverfisvænni. Skórnir eru styrktir með 1.000 denier nælonefni sem veitir frábæra slitvörn og heldur formi þeirra jafnvel eftir langa notkun.
Reimakerfið sameinar hefðbundnar málmlykkjur að framan og hraðreimafestingar við ökkla, með einum efri króki sem gerir auðveldara að fara í og úr skónum. Allir málmhlutar eru nælónhúðaðir til að standast tæringu í saltvatni. Vatnsrennsli á báðum hliðum skónna tryggir að vatn rennur hratt út eftir að á bakkann er komið.
Sólinn er úr Vibram® Megagrip gúmmíblöndu, þróaðri til að tryggja framúrskarandi grip bæði á blautum og þurrum flötum. Hann býður einnig upp á möguleika á að setja í hann nagla fyrir aukið hald í hálu eða grýttu landslagi.














