Patagonia Fjord Flannel Skyrta – Dried Vanilla

Sérlega mjúk, hlý og áberandi falleg flannelskyrta úr 100% lífrænni bómull. Röndótt hönnun frá Patagonia þar sem djúprauðir tónar fá að leiða útlitið.

21.995kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Patagonia Fjord Flannel Skyrta – Dried Vanilla

Í þessari klæðilegu skyrtu blandast hlýjar rendur og rauðleitur grunnur í sérlega fallega heild. Efni skyrtunnar er burstað til að gefa mýkt og notalega áferð, en heldur á sama tíma góðri endingu. Skyrtan er tilvalin í daglega notkun og almenna útiveru.

Fjor skyrtan er hentug sem millilag eða sem yfirskyrta á kaldari dögum. Sígilt sniðið gerir hana auðvelda í samsetningu við flestan klæðnað. Tveir hnepptir brjóstvasar auka notagildi og þægindi.  Framleiðslan fer fram í Fair Trade vottaðri™ verksmiðju þar sem starfsfólk fær sanngjarnt endurgjald.

Eiginleikar

  • Lífræn bómull: Burstuð 100% lífræn bómull sem er mjúk, hlý og endingargóð.
  • Röndótt hönnun: Falleg litablöndun þar sem rauður er í forgrunni.
  • Klassískt snið: Síðermaskyrta með hnappalínu og tímalausu flæðandi formi.
  • Tveir brjóstvasar: Með flipa og hnappi fyrir hagnýta geymslu smáhluta.
  • Faldur: Hægt að nota lausan eða stinga ofan í buxur eftir tilefni.
  • Fair Trade Certified™: Framleidd við sanngjörn vinnuskilyrði og laun.