Oros Tech Pack tökuvararnir koma í þrílita pakka og eru hannaðir fyrir krefjandi birtuskilyrði. Hvet spjald inniheldur tökuvara í litunum glow-in-the-dark, svartur/anti-glare og hágæða chartreuse. Litirnir eru valdir sérstaklega með breytileg birtuskilyrði í huga og veita veiðimanni hámarks sýnileika frá sólarupprás og inn í myrkrið. Stærð tökuvaranna er Small, sem er 0,6″ eða 1,5 cm í þvermál.
Litaskýringar og notkun:
- Glow-in-the-dark
Fullkominn fyrir veiði í rökkri eða myrkri. Hleðst með UV-lampa eða öflugu höfuðljósi. Lýsing dregst úr á 5 mínútum – hentar vel í púpuveiði snemma morguns eða seint að kvöldi. - Svartur / Anti-glare
Svartir tökuvarar bjóða upp á meiri skerpu og eru auðveldari að sjá en aðra liti við mjög speglandi birtuskilyrði. Svartir tökuvarar virka einnig sérstaklega vel þegar sólin er lágt á lofti eða í skýjuðu veðri þar sem birtan endurkastast af vatninu. - Chartreuse
Auðsjáanlegur í iðandi vatni, hröðum flúðum og óljósum straumum. Hentar einstaklega vel í blönduð birtuskilyrði.