Mustad DL71U tvíkrækjan státar af örlítið uppsveigðu auga (e. Up-Eye) og 1x löngum legg, sem veitir betri stjórn við hnýtingar. Þar að auki er hann 1x sterkari en hefðbundnir krókar, sem eykur stöðugleika og dregur úr hættu á að krókurinn réttist upp eða skemmist þegar draumafiskurinn tekur fluguna.
Sérstök tækni sem skapar extra langan og beittan krókodd, sem tryggir hámarks viðnám án þess að mikið átak þurfi á línuna. Opti-Angle™ er efnafræðileg brýning sem tryggir ótrúlega skarpa odda án þess að veikja styrkleika krókanna.
Þegar kemur að laxveiði skiptir takan öllu máli. Það gefast ekki mörg tækifæri til að landa stærsta fiskinum og því þarf króka sem hægt er að treysta á100%. Mustad Heritage DL71U er öruggt val fyrir veiðimenn sem vilja tryggja að krókurinn haldi sér – beittur, sterkur og áreiðanlegur þegar það skiptir mestu máli!
Helstu eiginleikar:
- Öflugur tvöfaldur laxakrókur fyrir lax og sjóbirting
- Örlítið uppsveigt auga (Up-Eye)
- Langur, ótrúlega beittur oddur fyrir hámarks árangur
- Smátt agnhald (e. small barbs) fyrir öruggt grip
- Titan-húðun fyrir betri endingu
- 1x sterkari fyrir aukinn stöðugleika
- 1x lengri leggur fyrir betri stjórn
- 10 krókar í hverjum pakka