Loop Z1 9,6′ #7

> Frábær stöng í lax og sjóbirting
> Hentar í litlar og meðalstórar ár
> Virkilega öflug og nákvæm
> Ræður við stórar flugur og langa tauma

124.900kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Loop Z1 stangirnar eru umtalsvert léttari og sterkari en forveri þeirra Cross S1, þökk sé nýrri nano resin tækni sem er umtalsvert betri en áður. Að auki er sérhver stöng framleidd með 40-45 tonna nano graphene koltrefjum sem tryggir góða næmni, en um leið mikið afl. Í raun eru Z stangirnar öflugustu hringlaga stangir sem Loop hefur nokkru sinni framleitt. Hver stöng er með þægilegt handfang sem framleitt er úr korki í hæsta gæðastuðli, sérhannað fislétt hjólasæti og keramikfóðraðar lykkjur úr títaníum.

Í stað þess að hanna alla stangaseríuna eftir fyrirfram ákveðnum ferli, er hver stöng aðlöguð fyrir tiltekinn veiðiskap. Loop Z1 einhendurnar eru meðalhraðar (e. medium fast action) og nýtast við fjölbreyttar aðstæður. Þær bjóða upp á köst á löngu sem stuttu færi, jafnt með yfir- og undirhandarköstum. Þær búa að mikilli nákvæmni og fullkominni línustjórnun. Allar stangirnar hafa sín séreinkenni og nýtist hver stöng betur í ákveðnum aðstæðum en aðrar. Til að auðvelda samanburðinn er hér nánari útlistun á hverri og einni þeirra:

Loop Z1  7,9′ #3 er hönnuð fyrir veiðar með púpum og þurrflugum. Stöngin er hárnákvæm og fíngerð, fullkomin í litlar ár og læki. Þetta er flugustöng sem fer vel með grönnum taumum og smáum flugum.

Loop Z1  9′ #4 er gerð fyrir veiði í meðalstórum ám og stöðuvötnum. Stöngin er ákjósanleg í púpu- og þurrfluguveiði. Hún er einstaklega nákvæm og fer sérlega vel með granna tauma og smáar flugur. Þetta er einhenda sem veitir mikla tilfinningu fyrir bráðinni og er þess vegna virkilega næm.

Loop Z1  9′ #5 er sannarlega hágæða silungsveiðistöng. Hún nýtist í fjölbreyttan veiðiskap, hvort heldur í litlum ám eða í vatnaveiði. Hún fer vel með smáum flugum eins og púpum og þurrflugum en ræður jafnframt við nettari straumflugur. Stöngin býr að miklu afli og er virkilega nákvæm, sem kemur sér vel við viðkvæmar aðstæður.

Loop Z1  10′ #5 er stöng sem hönnuð er í vatnaveiði og stærri silungsveiðiár. Hún býður upp á einstaka línustjórnun og kastar púpum jafnt sem straumflugum. Stöngin ræður við langa og granna tauma. Með henni má eiga við stóra fiska á agnarsmáa króka.

Loop Z1  9,6′ #7 er frábær stöng í lax og sjóbirting. Hún hentar í litlar og meðalstórar ár.
Þetta er stöng sem er virkilega öflug og nákvæm, kjörin í hverskonar stórfiskaleik. Hún ræður auðveldlega við stærri flugur og langa tauma, en nýtist ekki síður í smáflugur og gárutúpur.

Loop Z1  10′ #7 er geggjuð flugustöng í lax og sjóbirting. Hún er í raun lengri útgáfan af 9,6 feta stönginni. Með henni fæst frábær línustjórnun og mikið afl niður í skaft. Stöngin hleðst tiltölulega djúpt og með henni er unnt að ná mikilli kastvegalengd. Þetta er frábær stöng í íslenskar aðstæður og tæklar hún krefjandi aðstæður með prýði.