Loop Z1 11,6′ #7

> Frábær stöng í lax- og sjóbirtingsveiði
> Fislétt og hárnákvæm
> Hefur nægt afl í baráttu við stóra fiska
> Einstaklega skemmtileg í fiski

152.900kr.

Ekki til á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Loop Z1 switch-stangirnar eru hannaðar sem stuttar og léttar tvíhendur. Þær nýtast í fjölbreytta veiði, hvort heldur í silungs- eða laxveiði, á skemmra sem lengra færi. Þó svo að stangirnar séu uppbyggðar líkt og tvíhendur má einnig kasta þeim með annarri hendi. Stangirnar eru meðalhraðar (e. medium fast action) og skapa óviðjafnanlega upplifun í fiski. Þetta eru stangir sem henta í ár og stöðuvötn en eiginleikar þeirra nýtast þrátt fyrir allt best í straumvatni.

Loop Z1 stangirnar eru umtalsvert léttari og sterkari en forveri þeirra Cross S1, þökk sé nýrri nano resin tækni. Að auki er sérhver stöng framleidd með 40-45 tonna nano graphene koltrefjum sem tryggir góða næmni, en um leið mikið afl. Í raun eru Z stangirnar öflugustu hringlaga stangir sem Loop hefur nokkru sinni framleitt. Hver stöng er með þægilegt handfang sem framleitt er úr korki í hæsta gæðastuðli, sérhannað fislétt hjólasæti og keramikfóðraðar lykkjur úr títaníum.

Í stað þess að hanna alla stangaseríuna eftir fyrirfram ákveðnum ferl, er hver stöng aðlöguð fyrir tiltekinn veiðiskap. Switch-stangirnar eru þó nokkuð keimlíkar og er það helst aflið sem skilur þær að.