Rosto er rennd hettupeysa frá Loop til daglegra nota eða sem miðlag. Hún er framleidd úr endurvinnanlegu pólýesterefni og elastan. Rosto er meðhöndluð með vatnsfráhrindandi efni, hún er afar teygjanleg og andar vel. Á peysunni er hár kragi og góð hetta úr örflísefni til að halda vindinum frá andlitinu.
Rosto peysan er góður kostur til að nota sem millilag á köldum dögum, en andar þó það vel að hana má einnig nota á heitari sumardögum. Allir saumar eru styrktir sérstaklega til að tryggja aukna endingu. Peysan er afar létt og fyrirferðarlítil og má auðveldlega koma fyrir, t.d. í bakpokanum.