Loop Opti Speedrunner í Arctic Blue útfærslunni færir þessu frábæra tvíhenduhjóli nýjan og tærbláan tón sem minnir á hreina litadýpt íslenskra vatnasvæða. Speedrunner hefur lengi verið eitt glæsilegasta og áhrifamesta hjólið í Opti-línunni og Arctic Blue liturinn gerir það enn miera áberandi í hendi veiðimanns.
Speedrunner er hannað fyrir tvíhendur í línuþyngdum #6–8 og vegur aðeins 245 grömm, sem gerir það ótrúlega létt miðað við kraft og afköst. Stóra þvermálið tryggir hraða og örugga línuinntöku og veitir ótrúlega góða stjórn þegar glímt er við kraftmikinn lax. Þetta er hjól sem sameinar afl, nákvæmni og jafnvægi á einstakan hátt.
Breiðkjarna V-laga spólan, einkennismerki Opti-línunnar, tryggir skjótan inndrátt og dregur verulega úr líkum á línuminni. Hún heldur línunni snyrtilegri, bætir rennsli og gerir alla meðhöndlun mýkri og öruggari.
Í hjólinu er Power Matrix Drag System, eitt öflugasta bremsukerfi sem Loop hefur þróað. Bremsan er fullkomlega stillanleg, mjúk í upphafi og jöfn í átaki, algjörlega lokuð gegn vatni og tæringu. Hágæða anodiserað ál, ryðfríir hlutar og sérmeðhöndluð efni tryggja að hjólið stenst bæði seltu, veður og margra ára notkun.
Loop Opti Speedrunner Arctic Blue er hjól fyrir veiðimenn sem vilja fulla stjórn, óbilandi áreiðanleika og útlit sem fangar hreinleika norðursins. Þetta er hjól sem þarf ekki að kynna, bara að nota.














