Einstakar buxur frá Loop sem hafa nú fengið nýtt útlit. Onka-buxurnar þér kleift að lengja veruna utandyra. Þær eru með 80 Primaloft einangrun og eru nýjung í einangruðum buxum. Ytra byrðið er úr endingargóðu pólýamíði með sérstakri styrkingu á hnjám og ökklasvæði.
Buxurnar henta bæði sem innanundir buxur og sem ytri fatnaður. Við ár í klakaböndum að vori í leit að sjóbirtingi eða í hlíðum skíðastaða reynast buxurnar tilvalinn klæðnaður í köldu veðri. Með notkun Primaloft hefur Loop náð hita og léttleika dúns, jafnvel þótt buxurnar blotni. Onka-buxurnar hleypa út raka og halda þægilegum hita, jafnvel þegar tekist er á. Þær eru hannaðar aðallega sem miðlag en þær passa einnig vel sem undirföt í vöðlur án þess að verða rúmfrekar.
PRIMALOFT® EINANGRUN
Frábært einangrunarefni sem heldur varma einstaklega vel. Primaloft hrindir frá sér vatni, það andar vel, pakkast auðveldlega og er einkar létt og mjúkt. Primaloft viðheldur 85% af varma þrátt fyrir að það blotni og er hannað á þann hátt að það taki sem minnst pláss þegar flíkin er ekki í notkun.
ÞÆGINDI OG ÁREIÐANLEIKI
Við sem búum á norðurslóðum hugsum daglega um verðrið og hvernig við skulum klæða okkur eftir aðstæðum. Það getur því skipt miklu máli að velja fatnað sem treysta má á. Hjá Loop starfar hópur veiðimanna og vöruhönnuða sem sjá til þess að fatnaður fyrirtækisins standist allar þær kröfur sem ætlast má til. Ný vörulína Loop í fatnaði til útivistar og veiði mætir þörfum veiðimanna, sem jafnan þurfa að vera við öllu búnir, sér í lagi þegar íslensk veðrátta er annars vegar.