Mygg-jakkinn frá Loop er í bráðsnjöll lausn til að koma í veg fyrir mýbit. Jakkinn er hannaður til að einfalda líf veiðimanna við árbakkann þegar mýið gýs upp. Hann er afar hagnýtur og býr að nýrri tækni í skordýravörnum frá Burlington’s No Fly Zone®. Sú tækni byggir á náttúrulegum vörnum sem finnst í tilteknum plöntum og virkar á taugakerfi skordýra. Útkoman verður til þess að flugur og önnur skordýr fælast frá, áður en þau ná að bíta.
Mygg-jakkinn er hannaður þannig að hann má nota með eða án hettunnar. Á henni er áfast flugnanet með rennilás sem heldur mýflugum og öðrum skordýrum frá líkamanum. Veiðimenn geta klæðst jakkanum án þess að nota flugnanetið, en sett það upp ásamt hettunni á einfaldan og skjótan hátt. Hettan og netið passa fullkomlega yfir derhúfu eða sambærilega veiðihatta.
Ermar jakkans eru með nokkuð þröngri, en eftirgefanlegri, teygju sem varnar skordýrum og flugum aðgang upp handleggina. Jakkann má nota undir vöðlujakka en einnig einan og sér. Á honum er stór vasi að framan sem rúmar auðveldlega fluguboxin og önnur veiðitól. Mygg-jakkinn er frábær flík sem allir veiðimenn, sem og aðrir útivistarunnendur, ættu að eiga.