Loop Gielas LW Jakki – Petrol

Gielas er afar létt vatnsheld hlífðarskel þar sem hlutföll vigtar og endingar eru ótrúleg. Þriggja laga efnið, sem samsett er úr næloni og Sypatex filmu, er nægilega endingargott til þess að standast hvaða leiðangur sem er. Jakkinn er fullkomlega vatnsheldur og öndunareiginleikum sínum í öllum veðrum. Samstarf Loop við Sympatex hefur gert þeim kleift að framleiða einn umhverfisvænasta jakka sem nokkurn tíma hefur verið framleiddur.

68.900kr.
48.230kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Gielas er afar létt vatnsheld hlífðarskel þar sem hlutföll vigtar og endingar eru ótrúleg. Þriggja laga efnið, sem samsett er úr næloni og Sypatex filmu, er nægilega endingargott til þess að standast hvaða leiðangur sem er. Jakkinn er fullkomlega vatnsheldur og öndunareiginleikum sínum í öllum veðrum. Samstarf Loop við Sympatex hefur gert þeim kleift að framleiða einn umhverfisvænasta jakka sem nokkurn tíma hefur verið framleiddur.

Gielas er ákaflega léttur, tilvalinn í langar göngur til fjarliggjandi vatna þegar veðurspáin er óviss. Öndunareiginleikarnir eru 0,5 RET og miðað við grunnvatnssúlu 45,000 mm, er Gielas með einhverja bestu samsetningu á öndun og vatnsvörn sem býðst á markaði nú um stundir. Ólíkt hefðbundnum vatnsheldum veiðijökkum úr öndunarefni er Gielas úr endurvinnanlegu efni.

SYMPATEX® TÆKNIN

Þeir sem elska útiveru gera miklar kröfur til útivistarfatnaðar. Hann þarf að halda mönnum þurrum en á sama tíma halda á mönnum mátulegum hita hvernig sem viðrar og hversu mikið sem kappið er. Sympatex Techonologies hefur verið leiðandi birgi á heimsvísu á tæknilausnum í efni til yfirhafna, skófatnaðar og öryggisfatnaðar frá árinu 1986.

ÞÆGINDI OG ÁREIÐANLEIKI

Við sem búum á norðurslóðum hugsum daglega um verðrið og hvernig við skulum klæða okkur eftir aðstæðum. Það getur því skipt miklu máli að velja fatnað sem treysta má á. Hjá Loop starfar hópur veiðimanna og vöruhönnuða sem sjá til þess að fatnaður fyrirtækisins standist allar þær kröfur sem ætlast má til. Ný vörulína Loop í fatnaði til útivistar og veiði mætir þörfum veiðimanna, sem jafnan þurfa að vera við öllu búnir, sér í lagi þegar íslensk veðrátta er annars vegar.