Loop Dry Tactical 15L Bakpoki

Loop hefur í samstarfi við sænska framleiðandann Coxa Carry hannað og framleitt þennan þægilega, aðgengilega og 100% vatnshelda bakpoka. Einstök hönnunin gerir það að verkum að þyngdardreifingin færist yfir á mjaðmir notandans.

34.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Loop hefur í samstarfi við sænska framleiðandann Coxa Carry hannað og framleitt þennan þægilega, aðgengilega og 100% vatnshelda bakpoka. Einstök hönnunin gerir það að verkum að þyngdardreifingin færist yfir á mjaðmir notandans. Þannig er eins og bakpokinn og innihald hans verði nær þyngdarlaust og hamlar ekki efri hluta líkamans á nokkurn hátt. Loop Dry Tactical 15L bakpokann má því hafa á sér þegar kastað er eða vaðið, en eins þegar gengið er yfir langan veg í erfiðum aðstæðum.

Bakpokinn er með rúllulokun að ofan verðu en framan á honum er áhaldamotta sem fjarlægja má á einfaldan hátt. Á pokanum eru festingar fyrir flöskur og dósir, en einnig má festa á hann stangir á tvo vegu. Að aftan eru þægileg axlarbönd með góðum bakstuðningi sem tryggja má yfir mittið. Bakpokinn er sömuleiðis hannaður með öryggi í huga, enda hægt að losa hann af sér á örskotsstundu.