Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9,9′ #3

> Frábær með smáum flugum
> Ber þyngdar púpur og þurrflugur
> Í pakkanum er Fario LW hjól og Fario CDC flotlína
> Vegur 72 gr. – línuþyngd 7-9 gr.

127.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Glæsilegur fluguveiðipakki í silungsveiðina sem inniheldur LPX Tactical flugustöng, Fario LW fluguveiðihjól, undirlínu og Fario CDC flotlínu eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.

LPX Tactical eru háþróaðar silungsveiðistangir úr smiðju Guideline. Þær hafa skýra og mjög nákvæma virkni sem losnar úr læðingi smám saman eftir því sem stöngin er hlaðin meira. Stangirnar eru tiltölulega hraðar með djúpri ¾ hleðslu og eru einstaklega stöðugar á kastferlinum. Þær eru mjög aðgengilegar og henta veiðimönnum á öllum kunnáttustigum. Þegar kastað er á styttra færi veitir toppurinn og miðjuhluti stangarinnar veiðimanninum mikla næmni, sem er mikilvæg við viðkvæmar aðstæður. Þegar kastað er á lengra færi virkjast neðri hluti stangarinnar og veitir allan þann kraft sem nauðsynlegur er. LPX Tactical eru þrátt fyrir hagstætt verðlag framúrskarandi stangir. Þær eru afskaplega liprar, en um leið nægjanlega stífar til að takast á við lengri köst og mikinn vind. Þrátt fyrir það fara þær vel með örgrönnum taumum þegar aðstæður kalla á fíngerða framsetningu.

Þessar 9,9 feta stangirnar bjóða upp á nýja nálgun í fluguveiði, enda sameina þær notagildi ólíkra veiðiaðferða. Þær eru hannaðar til veiða með púpum og þurrflugum, í euro-nymphing og létta straumfluguveiði. Þökk sé háþróaðri tækni við samsetningu koltrefjanna eru stangirnar virkilega notendavænar. Þær hafa mjög lága sveifluþyngd miðað við lengd og línuþyngd. Útlit stanganna er nútímalegt og geta þær mótað þröngan og nákvæman línubug. Aukin lengd gerir veiðimönnum kleift að ná lengra og vera um leið í betri snertingu og stjórn þegar línuna rekur. Í samanburði við 9 feta stangirnar má með þeim ná meiri hæð í fluguköstin, sem kemur sér vel þegar gróður eða hár bakki er fyrir aftan. Þá gefst einnig meiri tími til að menda línuna í loftinu og bæta framsetningu. Lengd stanganna kemur sér einnig vel þegar veitt er úr belly-bát, eða þegar vaðið er djúpt. Stangirnar í línuþyngdum #2-3 eru nákvæmar og henta vel í þurrflugur eða léttar púpur með grönnum taumum. Línuþyngdir #4-5 eru frábærar til alhliða nota og bjóða upp á fjölbreytta notkun í straumvatni, stöðuvötnum og tjörnum. Þótt þær séu sniðnar fyrir þurrflugur og púpur eru þær einnig kjörnar í vatnaveiði með smærri straumflugum.

Stönginni fylgir Halo fluguveiðihjól frá Guideline sem framleitt er úr renndu áli. Hjólið er tiltölulega eðlislétt og er algjörlega lokað svo ekki er hætta á að línan festist á milli hjólsins og spólunnar. Halo er með vatnsþéttu og öflugu diskabremsukerfi sem er svo gott sem viðhaldsfrítt. Hjólið er breiðkjarna (e. full frame) sem gerir veiðimönnum kleift að ná slaka inn hratt, auk þess sem hönnunin dregur úr líkum á línuminni.

Hjólið er uppsett með undirlínu og Fario CDS flotlínu frá Guideline. Hún er ákaflega fíngerð, hljóðlát og framkallar ofurþröngan línubug. Línan er í uppáhaldi margra enda nýtist hún vel í krefjandi aðstæðum þar sem framsetning flugunnar skiptir höfuðmáli. Fario CDS er einkar þvermálslítil sem er eiginleiki sem hjálpar línunni að skera sig í gegnum vind og leggja langa tauma með mikilli nákvæmni. Með því að hafa fremri hluta línunnar (e. front taper) frekar stuttan en með góðri jafnvægisdreifingu þyngdar og afls, mun línan þrátt fyrir að vera svo þunn, rétta úr löngum taumum áreynslulaust.

Miðhluti og aftari hluti línunnar (e. belly and back taper) er tiltölulega langur sem veitir þröngan línubug og auðveldar leiðréttingu línunnar í framkastinu. Línan helst hærra í loftinu alla leið aftur, öfugt við flugulínur sem eru afturþyngri. Það að línan haldi hæð í framkastinu er frábær eiginleiki þegar pláss fyrir aftan er takmarkað, en einnig þegar kastað er í lágri stöðu, s.s. á bát eða á hnjánum. Kápa línunnar er einstaklega sleip og hefur mikinn þéttleika. Þannig er unnt að halda þvermáli línunnar litu og lágmarka vindmótsstöðu. Fario CDS er byggð á fléttuðum fjölþráða kjarna sem er um 12 pund að styrk. Haus línunnar er grængrár en aftari hluti hennar er hvítur svo auðveldara sé að sjá skilin þar á milli. Á báðum endum eru fíngerðar lykkjur. Lengd haussins er 11-12,5 metrar eftir línuþyngd og er heildarlengd línunnar 25-27,5 metrar

Ítarupplýsingar um stöngina í pakkanum

  • Háþróuð A.P M4.0™ koltrefjauppsetning.
  • Frábærir kasteiginleikar.
  • Fer vel með örgranna tauma við viðkvæmar aðstæður.
  • Mött áferð stangarinnar sér til þess að sólarljós endurkastist ekki á veiðistaðinn.
  • Náttúrulega grátt útlit með grænum blæ og dökkgrænum vafningum.
  • Handfang úr vönduðum korki með háum þéttleika.
  • Hjólasæti með viðarinnleggi og ágreyptu Tactical-merki.
  • Rafhúðaðir málmhlutar eru með mattri áferð til að endurkasta síður sólarljósi.
  • Þökk sé nýrri tækni eru stangirnar einstaklega léttar.
  • Léttar lykkjur úr títani með zirconia-innleggi.
  • Smærri lykkjur eru PVD-húðaðar með mattri grárri áferð.
  • Stöngin kemur í stangarsokk og hólk sem unninn er úr endurunnum efnum.

 

C.A.P M4.0 tæknin

C.A.P M4.0™ koltrefjauppsetningin skapar einstaka sveigju með hraðri endurheimt og mikilli nákvæmni. C.A.P tæknin er með flóknu áslægu mynstri, CAP (e. Complex Axial Pattern) sem parað er við einátta koltrefjauppbyggingu. Með tækninni eru koltrefjalög lögð upp í mismunandi horn hvert á annað til að hámarka styrk og stöðugleika í allar áttir. Í einátta óofnu koltrefjamynstri liggja allar trefjarnar í einni samsíða stefnu, sem tryggir hámarksstyrk stangardúksins. M4.0 er kvoðan eða plastefnið (e. Resin) sem notað er í þessháttar uppbyggingu. Vegna þeirra eiginleika sem efnið hefur er fyllt betur í eyður stangardúksins en með öðrum hefðbundnum efnum sem leiðir af sér meiri styrk. Það dregur einnig úr magni plastefnisins sem annars þyrfti að nota sem endurspeglast í því hve léttar stangirnar eru.