Laxá 2.0 er flottur endurhannaður vöðlujakki frá Guideline á frábæru verði. Jakkinn er framleiddur úr þriggja-laga vatnsheldu nælonefni með góðri öndun. Á honum eru vatnsheldir YKK rennilásar og góðar ermalokur. Þá veitir stillanleg hettan gott skjól í erfiðum aðstæðum.
Að framan eru tveir rúmgóðir brjóstvasar sem nýtast undir fluguboxin og hliðum eru fóðraðir vasar fyrir hendur. Á vinstri hlið jakkans er flipi með gormi fyrir taumaklippur og losunartöng. Þá eru á jakkanum tveir möskva-pokar fyrir smádót og taumaefni.
- Stillanleg hetta með stífum brúnum.
- YKK rennilásar að framan og á brjóstvösum.
- Tveir rúmgóðir vasar sem sitja hátt á bringusvæðinu.
- Tveir vasar undir smáhluti.
- Fóðraðir vasar fyrir hendur.
- Tveir möskva-pokar fyrir tauma og taumspólur.
- Stillanlegar ermalokanir.
- Liðskiptir olnbogar fyrir aukinn hreyfanleika.
- D-lykkja að aftan fyrir veiðiháfinn.

