Guideline Laxá Coal Vöðlujakki

Laxá er léttur og þægilegur vöðlujakki úr vatnsheldu, andandi efni. Hann er hannaður með fjölmörgum nytsamlegum vösum, spólufestum og stillanlegri hettu. Fullkominn fyrir veiðimenn sem vilja þægindi og léttleika við veiðar.

49.995kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Laxá er einstaklega léttur og þægilegur vöðlujakki, framleiddur úr 2,5 laga Nylon Taslan efni.

Efnið þolir vatnsþrýsting allt að 10.000 mm og flytur raka frá líkamanum með góðum afköstum. Í stærð L vegur jakkinn einungis um 550 grömm. Hann er með tveimur stórum bringuvösum með aðgengi að ofan, ásamt ytri vösum fyrir taumaspólur, tauma og annað smálegt. Undir bringuvösunum eru tveir rúmgóðir vasar til að verma hendur, auk tveggja lóðréttra vasa með rennilás.

Laxá-jakkinn er búinn tveimur spólufestum (e. retractors) og götóttu vefefni á hvorum bringuvasa sem nýtist sem festiflötur fyrir aukahluti. Ermarnar eru með teygjanlega neopren-innfellingu og franskan rennilás til stillingar. Til að tryggja hámarks gæði og endingu eru notaðir YKK Aquaguard rennilásar. Hettan er rúmgóð, með góðu sniði, og stillanleg á tvo vegu.