Guideline Embrace Tvíhendupakki 12′ #7/8

> Tvíhenda hönnuð í minni og meðalstórar laxveiðiár
> Býður upp á mýkt, góða stjórn og jafnvægi
> Í pakkanum er NOVA 8/10 hjól og Power Scandi Body + 12’ intermediate línuenda
> Vegur 186 gr. – línuþyngd 27–30 gr.

57.900kr.

Ekki til á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Embrace 12’ #7/8 er létt tvíhenda sem býður upp á bæði kraft og fágun í köstum – sérstaklega þegar veitt er í smærri ám eða þegar vatnsstaða er lág. Hún er stærri systir switch-stangarinnar en með meiri stjórn og kastgetu, sem gerir hana fullkomna þar sem nákvæm veltiköst og meiri línulengd skiptir máli.

Stöngin er með meðalhröðu til hröðu viðbragði og mýkri sveigju, sem gerir hana sérstaklega þægilega í notkun – hvort sem þú ert byrjandi á tvíhendu eða lengra kominn. Hún er pöruð með Power Scandi Body og 12’ intermediate línenda, sem veitir frábært jafnvægi fyrir veltiköst eða hefðbundin fluguköst. Hægt er að kaupa annars konar línuenda aukalega, bæði flot- og sökkenda.

Hentar vel fyrir:

• Lax og sjóbirting í fjölbreyttum aðstæðum
• Tvíhenduveiði í minni og meðalstórum ám
• Byrjendur sem vilja þægilega, létta og afkastamikla stöng
• Veltiköst og nákvæmar framsetningar

Pakkinn inniheldur:

• Embrace 12’ #7/8 tvíhendu – 4 parta, létt og vel hönnuð
• NOVA 8/10 fluguhjól – sterkt, létt og úr 100% endurunnu efni
• Power Scandi Body (22 g) + 12’ intermediate línuenda (7 g)
• 30 lb undirlínu og frammjókkandi taum – allt uppsett og tilbúið í veiði
• Cordura stangarhólk með rými fyrir hjólið