Guideline Embrace Einhendupakki 9′ #6

> Frábær stöng í silungsveiðiár og stöðuvötn
> Öflug í straumfluguveiði, en hentar einnig hefðbundið
> Í pakkanum er NOVA 4/6 hjól og Power Boost WF #6 flotlína
> Vegur 108 gr. – línuþyngd 14–16 gr.

45.900kr.

Á lager

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Embrace 9’ #6 er kraftmeiri útgáfa Embrace byrjendapakkanum fyrir silungsveiði. Þessi pakki er hannaður fyrir þá sem vilja öflugri græju sem kastar stærri straumflugum og nýtist í fjölbreyttari veiði en 9‘ #5. Pakkinn sameinar flugustöng, hjól og línu í fullkomnu jafnvægi, þannig að þú getur einbeitt þér að veiðinni – hvort sem er í vötnum eða ám.

Þetta er sterk og meðfærileg sexa, með fíngerðum toppi og öflugum miðhluta sem tryggir bæði kraft og stjórn – sérstaklega þegar lengri köst eða stærri fiskar eru í spilinu. Fighting butt við enda stangarinnar gefur auka stuðning þegar kljást þarf við lax, sjóbirting eða vænan urriða.

Hentar vel fyrir:

• Straumfluguveiði og stærri flugur í lax, urriða og sjóbirting
• Veiði í stærri vötnum og straumþungum ám
• Byrjendur sem vilja kraftmeiri stöng og lengri köst
• Veiði þar sem þörf er á aukinni kastlengd og stjórn

Pakkinn inniheldur:

• Embrace 9’ #6 flugustöng – 4 parta, öflug stöng með fighting butt
• NOVA 4/6 fluguhjól – létt, endingargott og unnið úr 100% endurunnu efni
• Power Boost WF #6 flotlínu – þægileg flotlína stuttum haus
• 20 lb undirlínu + 9’ frammjókkandi taum – allt uppsett og klárt til veiði
• Cordura stangarhólk með sér rými fyrir hjól – ver og geymir vel