Embrace 9’ #5 er fullkominn einhendupakki fyrir silungsveiði – hvort sem er fyrir byrjendur eða lengra komna. Pakkinn sameinar stöng, hjól og línu í fullkomnu jafnvægi, þannig að þú getur einbeitt þér að veiðinni. Hentar einstaklega vel í þurrfluguveiði, nákvæmar framsetningar, púpuveiði og léttar straumflugur.
Þetta er alhliða fimma sem virkar í allt frá litlum lækjum til stærri vatna og silungsveiðiáa. Stöngin er meðalhröð með næmum toppi sem skapar henni bæði mýkt og nákvæmni – jafnvel með örgrönnum taumum.
Hentar vel fyrir:
- Þurrflugu- og púpuveiði á bleikju og urriða
• Nettar straumflugur í vötn og ár
• Bæði byrjendur og lengra komna veiðimenn
• Veiði í lækjum, vötnum og meðalstórum silungsveiðiám
Pakkinn inniheldur:
- Embrace 9’ #5 flugustöng – 4 parta, létt og nákvæm stöng
• NOVA 4/6 fluguhjól – sterkt, létt og úr 100% endurunnu efni
• Power Boost WF #5 flotlínu – með stuttum haus sem auðvelt er að kasta
• 20 lb undirlínu + 9’ frammjókkandi taum
• Stangarhólk – sterk geymsla fyrir stöngina og hjólið