Guideline Elevation Nymph 10,6′ #3

> Fjölhæfasta púpustöngin í seríunni
> Hentar í nettar ár og með grönnum taumum
> Nýtist einnig í hefðbundna veiði
> Vegur 78 gr. – línuþyngd 7-9 gr.

45.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Elevation Nymph eru léttar flugustangir með góðu jafnvægi sem sameina gott verð og gæði. Stangirnar eru hannaðar í fíngerða púpuveiði í straumvatni. Þær eru framleiddar úr koltrefjum sem jafnan finnast í dýrari stöngum og eru þess vegna virkilega næmar og ná endurheimt (e. recovery speed) furðu fljótt. Þessu til viðbótar má segja að kasteiginleikarnir séu veruleg miklir í ljósi lágs verðs.

Elevation Nymph eru í fjórum hlutum og eru með hjólasæti sem situr aftarlega á handfanginu. Þessi hönnun veitir betra jafnvægi þegar veitt er andstreymis. Á stöngunum er nett fighting butt og þægilegt handfang. Flugustangirnar eru meðalhraðar með næmum toppi sem ræður við lengri köst og fer vel með örgrönnum taumum. Aukalykkja við topplykkjuna dregur úr líkum á flækjum og varnar því að línan snúist um stöngina. Þá er neðsta lykkjan staðsett mjög nálægt handfanginu til að koma í veg fyrir að línan sígi, en það gerir línustjórnun ónákvæmari.