Guideline Elevation Einhendupakki 9‘ #5

> Meðalhröð stöng í silunginn
> Hentar vel í léttar straumflugur og púpur
> Stönginni fylgir Reach hjól og Fario flotlína
> Vegur 72 gr. – línuþyngd 11-13 gr.

71.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Flottur fluguveiðipakki sem inniheldur Elevation flugustöng, Reach fluguveiðihjól, undirlínu og Fario Tactical flotlínu eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.

Elevation flugustangirnar eru afar léttar meðalhraðar stangir sem gerðar eru fyrir breiðan hóp veiðimanna. Hönnun og framleiðsla stanganna er um margt framúrstefnuleg en stangarpartar þeirra eru umtalsvert umhverfisvænni en gengur og gerist. Þetta er sú stefna sem Guideline hefur tekið í átt að nútímalegri framleiðsluþáttum. Stangirnar eru framleiddar eins efnislitlar og kostur er án þess að það komi niður á kasteiginleikum eða styrk. Toppurinn er afar næmur en um leið stöðugur og hleðst stöngin með jöfnu átaki niður í skaft. Hraði stangarinnar er þannig heppilegur fyrir þá sem eru að byrja í fluguveiði, en stöngin fyrirgefur vel mistök á kastferlinum. Elevation eru nákvæmar stangir og með þeim er unnt að ná miklum línuhraða.

Stönginni fylgir Reach fluguveiðihjól frá Guideline sem framleitt er úr steyptu áli, en það er unnið þannig að áferð þess er silkimjúk. Hjólið býr að góðri diskabremsu þar sem kolefnisskífum og ryðfríum diskum er staflað á móti hvor öðrum. Bremsubúnaðurinn er lipur og nákvæmur, auk þess sem kerfið er algjörlega lokað.

Hjólið er uppsett með undirlínu og Fario Tactical flotlínu sem er framþung með 9,25 metra löngum haus. Línan er hentug í veltiköst og á veiðistöðum þar sem rými til bakkasts er takmarkað. Hún kastar púpum og þurrflugum af nákvæmni á stuttu- sem meðallöngu færi. Línan hentar byrjendum vel þar sem auðvelt er að hlaða stöngina með tiltölulega stutta línu út fyrir stangartoppinn. Þá er auðvelt að framkalla góðan línuhraða og finna samspil línu og stangar, sem jafnan reynist byrjendum erfitt.

Elevation stangarpakkinn er virkilega athyglisverður og á afar sanngjörnu verði.